Lífið er pólítík.

Flest allar okkar athafnir dags daglega innifela eitthvað sem hefur með það að gera hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar hins opinbera hafa tekið á málasviði stjórnsýslu hjá hinu opinbera ríki og sveitarfélögum í landinu. Umbúnaður menntunar og heilbrigðis, atvinnuþróun, þjónusta, verslun og viðskipti, allt eru þetta þættir er varða mann dags daglega ásamt ýmsum fleiri þáttum.

Til þess að reyna að hafa áhrif á stefnumótun í einu samfélagi er þáttaka í starfi stjórnmálaflokka, ein leið til þess að koma sjónarmiðum á framfæri um bætt og betra samfélag.

Sú vísa verður því aldrei of oft kveðin að þáttaka einstaklinga í mótun síns samfélags er lykill að farsæld þess til framtíðar.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband