Vitund um umhverfismál enn skammt á veg komin.

Meðan svo er að ráðamenn eru enn uppteknir við það að einblína jarðrask á þurru landi, í stað áhorfs á hvers konar atvinnusköpun á sér stað af hálfu atvinnugreina í landinu með tilliti til sjálfbærrar þróunar í  þjóðfélaginu í heild til lengri tíma litið, standa ákveðnir hlutir í stað sem aftur valda því að hlekk vantar sem heildarvitund um umhverfismál. 

Það er ekki sama hvernig fiskur er veiddur eða mjólk framleidd, frekar en því hvers konar skattar tilheyra því samfélagi sem vill vera sjálfbært samfélag sem mest má.

Umhverfismálaumræðan hefur verið í skotgröfum einskorðunar við virkjanir og álver með samasemmerki þar á milli en þar vantar æði margt til viðbótar ef telja á til tekna sjálfbærni eins samfélags.

Byggð í landinu öllu og nýting húsakosts og verðmæta hvers konar er og mun verða hluti af því að menn eygi sýn fram í tímann enda höfuðborgarsvæðið sprungið samgöngulega sökum skorts á stefnumótun í margvíslegum málaflokkum er varða atvinnuvegi i landinu og þróun þar að lútandi.

Skattkerfið er stjórntæki og því má beita með ýmsu móti, til að hlúa að byggð í landinu og nýta landsins gæði undir formerkjum umhverfisverndarsjónarmiða og sjálfbærni mun betur en verið hefur til þessa.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með þér G. María mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband