Hið agalausa þjóðfélag Ísland.

Það er sama hvert augað eygir agaleysi og skortur á virðingu fyrir mörkum og ramma samfélagsathafna frá því smæsta upp í það stærsta. Landsmenn verða að vinna myrkranna á milli til að hafa milli handa eftirtekju af launum eftir skatta, fjölskyldan hittist þvi varla við matarborð lengur og alls konar skyndibitamatur kemur í stað máltíða hér og þar.

 Tilraunir til þess að innleiða viðskiptafrelsi í einu samfélagi, leiddu af sér sóun og helsi í sjávarútvegi aðalatvinnugrein Íslendinga til lengri og skemmri tíma, þar sem færri og stærri einingar tóku við að fleiri smáum með framsalsfrelsi og braski landið þvert og endilangt. Fjöldi starfa tapaðist í byggðum kring um landið.

Fækkun og stækkun búa í landbúnaði lækkaði ekki matvöruverð í landinu svo heitið geti, en fjöldi starfa tapaðist á landsbyggðinni. 

Markaðshugsjónir og meint samkeppni virtist ekki taka mið af fjölda manna í einu samfélagi sem markaði og einhvers konar frumskógarlögmál tóku til við að þróast þar sem einstaklingshyggja tók við af samfélagslegri vitund sem þróun mála.

Upphafið var framsal og leiga aflaheimilda sem lögleitt var 1992, og skömmu síðar var rætt sem góðæri.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband