Öngstræti jafnréttismála, lagasetning um valdboð á valdboð ofan, engum til hagsbóta.

Mín skoðun er sú að fyrirhuguð lagasetning sem rætt er um sé ekki þess eðlis að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en þeim að auka skriffinsku og kostnað hins opinbera í formi alls konar kæra og kvartana allra handa, síðan málsmeðferðar fyrir dómsstólum og endalausum verkefnum þar að lútandi meðan laun verkakvenna standa í stað áratug eftir áratug.

Útjöld hins opinbera þarf sizt af öllu að auka það vill ansi oft gleymast við hvers konar lagasetningu á hinu háa Alþingi og nærtækara væri að skoða skattaumhverfið í þessu sambandi hvað varðar réttláttar og stórnauðsynlegar aðgerðir til kjarabóta fyrir stóran hóp kvenna í láglauna og umönnunarstörfum í okkar þjóðfélagi, þar sem hækka þarf skattleysismörk og minnka skerðingar hlutavinnuhópa sem vilja taka þátt í vinnumarkaði með takmarkaða vinnugetu.

Í upphafi skal endirinn skoða og alltaf er ágætt að eygja skóginn fyrir trjánum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband