Ætla Íslendingar að tryggja umhverfismat virkjanaframkvæmda í Asíu ?

Á hvaða vegferð eru ráðherrar sem tala tveim tungum hér heima annars vegar og erlendis hins vegar, þar sem íslenskum orkufyrirtækjum er ætlað að ryðja braut um heiminn í einkabissness sem ráðherrar ganga erinda fyrir burtséð frá því hvort raforkuframleiðslan verður nýtt til álvera þar eða ekki ellegar umhverfismats íbúa á viðkomandi svæðum ?

Þessir sömu ráðherrar eru nefnilega á móti auknum virkjanaframkvæmdum hér á landi, vegna taps á landi og einnig, ef raforkan verður notuð i álver.

Svo virðist sem ráðherrar Samfylkingarinnar hafi hver um annan þveran hreinlega tapað áttum við það eitt að setjast í stóla í ríkisstjórn og illa skiljanlegt hvort þeir ganga til hægri eða vinstri í dag eða á morgun.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband