Tvísköttun landsmanna er óþolandi stjórnarskrárbrot.

Það er kominn tími til að menn fari að horfa á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar varðandi borgara þessa lands þar sem tvisvar er verið að taka skatta af fjármunum sem launþegar hafa greitt til lífeyrissjóða með skerðingum á bótum almannatrygginga, vegna greiðslna úr sjóðum þessum.

Það er engin heil brú í framkvæmd mála eins og verið hefur og óskíljanlegt að ár eftir ár skuli sitjandi stjórnvöld komast upp með að iðka þessa framkvæmd mála á kostnað eigenda fjármuna þeirra sem greitt hafa lögboðin gjöld í sjóði þessa.

Offar yfirvalda í skattöku gagnvart þegnunum er ALDREI réttlætanlegt, og því fyrr sem því linnir með breytingum til umbóta úr því ástandi því betra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband