Lífríki sjávar er jafn mikilvægt , lífríki á þurru landi, það vill gleymast.

Það er ekki sama hvernig við veiðum fiskinn í sjónum. Rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á hafsbotninn eru af skornum skammti hér á landi eins og margar aðrar rannsóknir sem lúta að fiskveiðum eins furðulegt og það nú er miðað við tilvist okkar sem fiskveiðiþjóðar. Niðurrif kóralsvæða á hafsbotni fyrir tilstuðlan botnveiðarfæra er því miður atriði sem flestir sjómenn vita að hefur átt sér stað á Íslandsmiðum eins og annars staðar án nauðsynlegra aðgerða til að spyrna við fótum í þvi hinu sama niðurrifi.

Kórallinn vex ekki eins og gras heldur er vöxtur hans í öldum talinn, en kórall og kóralsvæði er eitthvað sem fyrir löngu síðan hefði átt að friða um heim allan með tilliti til hlutverks í lífkeðjunni sem hluta af lungum jarðar og skjóli og hlíf fyrir vöxt hinna mismunandi fiskistofna.

Innkoma öfgafrjálshyggjugróðasjónarmiða " hagfræðinnar sem ekki kann að tala " hefur sett mark sitt á Íslandsmið sem áður gjöfula auðlind í þágu þjóðar og byggðar í landinu öllu.

Umhverfisvernd sem ekki tekur mið af lífríki sjávar til jafns við lífríki á þurru landi með umhverfismati þar að lútandi er aðeins hálf umhverfisvernd.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband