Frelsi til kaupa á áfengi er sízt af öllu það frelsi sem skortir hér á landi.

Þeir sem telja sig ganga erinda frelsisboðskaps hljóta að verða að taka rökum þess efnis að skynsemisforsendur málanna kunna að vera ofar hinum meinta skorti á frelsi í þessu efni aðgengi til kaupa á áfengi.

 Aukið aðgengi eykur neyslu, það er ekkert flókið, reyndar mjög einfalt og allt spurning um vilja manna til þess að takast á við þann þjóðhagslega kostnað sem aukin neysla hefur í för með sér í formi útgjalda dómsmálaráðuneytis við löggæslu, heilbrigðisráðuneytis við þjonustu við heilbrigði, félagsmálaráðuneytis við meðferðarúrræði, barnavernd og fjármálaráðuneytis við aukin útgjöld í málaflokka.

 Frelsi sem þetta mun því fjötra skattgreiðendur frekar en nú eru dæmi um til framtíðar litið með auknum kostnaði hins opinbera.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Sæl frænka :)

Það verður að gæta þess að rugla ekki saman því að auka aðgengi að áfengiskaupum og að rjúfa einokunarsölu ríksins á því. Síðustu ár hefur ríkið aukið aðgengi að áfengi svo um munar, bæði fjölgað verslunum og lengt opnunartíma. Mín skoðun er sú að ef það á að afnema einokunarsölu ríkisins verði einnig að herða reglur og eftirlit með sölu í kjölfarið.

Langar að benda á góða grein um málið sem félagi minn í UJR skrifaði á bloggið sitt nú í vikunni

Kv. GB

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 3.11.2007 kl. 03:05

2 identicon

Sæl Guðrún María, á ríkið virkilega að standa í sprúttsölu ? Þú veist það örugglega að þann sem þyrstir í áfengi hann útvegar sér það hvernig sem aðgengið er.

Nú eru nokkur ár síðan ég hætti að drekka, heldur þú að ég og þeir sem eru í sömu sporum og ég byrji aftur af því aðgengið verður meira. Kveðja Elli

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl frænka.

Já ætla að kíkja á greinina , en ég er efins að smásöluverslun höndli eftirlitshlutverk í þessu efni, nægir þar að nefna til sögu starfsmenn á kössum sem hafa all ungan aldur til að bera víða í stórmörkuðum.

Sæll Elli.

Ég hef mestar áhyggjur af yngsta aldurshópnum í þessu efni, ekki hvað síst þar sem áfengisneysla er alla jafna undanfari fíkniefnaneyslu ungmenna.

Nei ég myndi nú ekki hafa áhyggjur af þeim sem á annað borð hafa hætt að drekka með þeirri góðu ákvörðun sem slikt er án efa fyrir viðkomandi. Öðru máli gildir um yngsta hópinn sem leitar marka um hvað er mögulegt og hvað ekki.

góð kveðja. gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.11.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband