Kvótakerfi sjávarútvegs er þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi í núverandi mynd.
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Það atriði að festa ákveðið magn veiðiheimilda til handa þeim aðilum er veiddu mest magn af fiski á per tímapunkti, þýddi ofurkapp viðkomandi aðila til þess að ná inn hverju kílói , hvernig sem að því væri farið, jafnvel með því að henda fiski sem ekki var nógu langur í sentmetrum talið aftur í hafið . Þar er því um eyðslu og sóun að ræða sem við höfum ekki leyfa til að viðhafa í umgengni við lífríki móður jarðar á láði og legi.
Þessu til viðbótar til að bæta gráu ofan á svart að mínu mati var lögleitt framsal þessarra hinna sömu heimilda millum útgerðaraðila án skilyrða nokkurs konar, landið þvert og endilangt sem aftur orsakaði atvinnu fólks burt úr sjávarþorpum á einni nóttu og tilheyrandi upplausnarástandi til handa íbúum þar sem aðgerð sem þessi kunni að þýða eignaupptöku íbúa á viðkomandi stöðum og sóun hvers konar fjármuna sem hið opinbera hafði þá og þegar innt af hendi , til samgangna , heilsugæslu, grunnskóla, ásamt lánakjörum við íbúðakaup til handa íbúum.
Meginmarkmið og tilgangur kvótasetningar var að byggja upp fiskistofna og verðmesta fiskinn, þorskinn, sem fyrir löngu var ljóst að ekki væri að takast en síðasta ár leggur rannsóknarstofnun ríkisins til skerðingu, umfram allt sem menn hafði órað fyrir á afar veikum grundvelli sem skortur á rannsóknum þar að lútandi er.
Tilraunir hins opinbera til þess að vega á móti þeim afföllum sem þessi ákvörðun er, fela því miður í sér enn eina sendingu til skattgreiðenda um að borga fyrir lélegt skipulag mála í þessu annars þjóoðhagslega óhagkvæma kerfi fyrir landsmenn alla.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.