Skattkerfið er allt of flókið, ríkisforsjárhyggjukerfi, með tekjutengingum öllum.

Ég hef jafnan tekið undir þær hugmyndir hvaðan sem þær koma að einfalda þurfi skattkerfi landsmanna öllum til hagsbóta, jafnt fátækum sem ríkum. Þegar svo er komið að skattkerfi beinlínis letur til vinnuþáttöku hluta landsmanna sem geta lagt af mörkum vinnuframlag, með hlutavinnu á vinnumarkaði, vegna tekjutenginga og skerðinga þar að lútandi, þá er illa komið. Það ætti ekki að eiga sér stað að einstaklingur á vinnumarkaði, sem innir af hendi fulla vinnuþáttöku á lágmarksbyrjendalaunum samkvæmt töxtum verkalýðsfélaga, megi þurfa að standa uppi með tekjur eftir skattgreiðslur sem flokkar þann hinn sama undir lágmarksframfærsluskilgreiningum hins opinbera á félagsmálasviðinu.

Með öðrum orðum hlutfall skatta af þeim upphæðum sem nálægt eru lágmarksframfærslu getur þannig ekki verið jafn hátt og af öðrum og hærri tekjum, vegna skilgreininga hins opinbera um lágmarksframfærslu sérstaklega. Jafnræðisregla stjórnarskárinnar skal gilda um alla, og stjórnvaldsákvarðanir um hlutfall skatta af tekjum manna í þessu sambandi einnig, mér best vitanlega.

Ákveði stjórnvöld á hverjum tíma að hafa skattprósentu það háa að, lágtekjufólk lendi upp til hópa undir skilgreindum framfærslumörkum þá hlýtur annað hvort að þurfa að hækka skattleysismörkin eða endurskoða lágmarksframfærslumörk, svo eitthvert samræmi sé að finna.

Síðan má velta því alvarlega fyrir sér hvers vegna skrifað er undr samninga um kaup og kjör undir þessum formerkjum af hálfu þeirra sem með það umboð hafa að gera.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband