Fyrsta skref ráðamanna út úr markaðshyggjuþokumóðunni.

Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur ber að fagna þess efnis að ógilda, samruna eigna almennings annars vegar og hagsmuna einkafyrirtækja hins vegar. Traust almennings er og verður ætíð forsenda þess að fela kjörnum fulltrúum stjórnartauma.

Ætla Reykvíkingar að láta hafa sig að fífli ?

Það getur hver heilvita maður séð að með samruna fyrirtækja og samningum þar að lútandi var verið að setja eign almennings á silfurfat einkaaðila til þess að braska með sem verslunarvöru í útlöndum. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að Reykvíkingar ætli að láta sér það lynda að þannig sé að málum farið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband