Tungið fullt á föstudag.

Á föstudaginn næsta er tunglfylling og oftar en ekki virðist erfiðara fyrir mannfólkið að hemja sig líkt og yfirfæra megi hið fulla tungl á aukið fyllerí og alls konar uppákomur í því sambandi. Mér finnst ekki úr vegi að benda á þetta, því ekki er víst að tímalausir Íslendingar hafi tíma til þess að kíkja á dagatalið á maraþonhlaupabraut lífsgæðakapphlaupsins.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Vel athugað hjá þér gmaría, þetta með fulla tunglið er eitthvað sem landinn ætti að hugleiða.  Stjörnuspekingar segja hegðan manna breytist, menn verða yfir spenntir, framkvæma víst ótrúlegustu hluti sem þeir sjá síðan virkilega eftir.  Þegar fullt tungl er framundan er mjög gott fyrir marga að vera heima hjá sér, hlusta á rólega tónlist, helst með sjávarnið, taka sér góða bók í hönd og lesa eitthvað uppbyggilegt. Gott er að fá sér náttúrute til að sötra á, setja heitan hitapoka undir fæturnar. Fyrir háttinn er gott að fara í aloa vera slökunnar bað.  Eftir baðið er gott að bera á líkamann gott nærandi bodylotion helst með náttúrulegum jurtum.  Gott er að róa huga og sál eftir slíka meðferð og  halda orkunni fyrir utan athyglina.  Þegar maður getur aðskilið orkuna frá athyglinni hverju sinni er viðkomandi einstaklingur í góðum málum.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.10.2007 kl. 02:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þessu góðu ráð Ásgerður, það er einmitt eitthvað svona sem kynni að virka í þessu sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2007 kl. 02:39

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Máni hátt á himnum skín ............

Kjartan Pálmarsson, 26.10.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það má nú segja það er tunglbjart.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband