Hvað verður REI búið að undirrita mikið af samningum úti i heimi áður en samrunaferlið verður útkljáð ?

Var að hlýða á fréttir á ruv þess efnis að REI hefði undirritað samninga við Ríkisolíufélagið í Indónesíu um gerð jarðvarmavirkjunar þar í landi, með fyrirvara. Hvað skyldi annars vera meðferðis í þeim samningi ef til vill. 20 ára aðgangur að starfsmönnum Orkuveitunnar eða hvað ? Á að rúlla þessu ferli yfir almenning í landinu meðan stjórnvaldsaðilum gengur hægt að komast að því hvort samrunaferli fyrirtækja í almannaeigu og einkafyrirtækis stenst lög.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er alveg óskiljanlegur farsi og það er greinilegur vilji hins opinbera að fullkomna glæpinn.  Merkilegast er að gamli komminn, Össur Skarphéðinsson, skuli ganga á unan í þessu.

Hugsjónirnar eru greinilega falar fyrir lítið.  Feit stað og góður launatékki virðist duga alveg óbrigðult.  Sama hefur átt við með forseta vorn.

Þaðvirðist vera að fjúka í flest horn og mammonsdýrkunin allsráðandi, eins og heyra má á lofgjörðarprédíkunum auðmanna, sem virðast fá ótakmarkaðann tíma í tímum fjölmiðla þessa síðustu daga.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Jón Steinar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband