Hve langt skal umburðarlyndið teygja sig ?

Sé að menn hafa tekið til við það að slá sig til riddara undir formerkjum umburðarlyndis, hér og þar, ellegar þá að þeir kjósa að kasta steinum í mitt trúfélag, kristna kirkju fyrir skoðun varðandi það atriði hvort kristin kirkja eigi túlka samvist samkynhneigðra sem hjónaband. Samvist samkynhneigðra er eðli máls samkvæmt ekki hjónaband í þeim skilningi að þar séu karl og kona sem sameiginlega geta, getið af sér börn og fjölgað mannkyni. Sökum þess er þar ekki um að ræða band í milli hjóna þ.e karls og konu. Í ljósi þess sér þjóðkirkjan sér ekki fært að framkvæma vígslu sem mér finnst mjög eðlilegt viðhorf en breytir því ekki að viðkomandi aðilar samkynhneigðir fá eftir sem áður blessun og öll þau réttindi sem hjónaband gagnkynhneigðra inniheldur hvað varðar þjóðfélagslega stöðu sem nú þegar hafa verið tryggð lagalega.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Blessuð og sæl.

Nú getur sumt fólk ekki eignast börn. Það fólk getur því ekki fullkomnað hjónaband sitt á þann hátt sem þú lýsir:  "Samvist samkynhneigðra er eðli máls samkvæmt ekki hjónaband í þeim skilningi að þar séu karl og kona sem sameiginlega geta, getið af sér börn og fjölgað mannkyni. Sökum þess er þar ekki um að ræða band í milli hjóna þ.e karls og konu."

Þannig að þau rök eru í rauninni ekki gild, er það? Og þá stendur aðeins eftir að samkynhneigð sambönd eru ekki sambönd karls og konu. Finnst þér það eitt mega standa í vegi fyrir því að lífsförunautar kalli samband sitt hjónaband?

Kolgrima, 21.10.2007 kl. 03:47

2 Smámynd: Linda

Sæl og þakka þér fyrir þessa færslu. Því miður er ekki í lagi fyrir þig að hafa hana samkvæmt þeim sem sjálfskipaðir riddarar umburðalyndis og kærleika, þ.a.s. svo framarlega sem kristin sjónarmið eru ekki inn í þeim pakka.

Linda, 21.10.2007 kl. 07:45

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í öllum tungumálum eru kyn aðgreind með einhverjum hætti og kemur það trúmálum ekkert við. Á íslensku máli er það karl og kona.Orðið hjón þýðir í málinu karl og kona sem bindast böndum. Þótt sett verði lög um það að prestar megi kalla samkynhneygða hjón þá verður það aldrei annað en innantóm orð því ekki er hægt að setja lög um hvað sem er, ekki er hægt að breyta staðreyndum.Kannski verður það næsta skref að bannað verði að tilgreina kyn á fæðingarvottorði, og öllum persónuskilríkjum, eða fólk geri kröfu um að það ráði því sjálft hvort kynið það sé, geti jafnvel sagst vera kona í dag en karl á morgun.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband