Stjórnvöldum hefur gjörsamlega mistekist að stuðla að þróun byggðar á landinu öllu.
Sunnudagur, 21. október 2007
Burtséð frá því hvaða flokkar hafa verið og eru við stjórnvöl landsins hefur það algjörlega mistekist að móta stefnu í málum atvinnuvega í landinu sem tryggja byggð um land allt. Stórheimskuleg og stórfurðuleg togstreita hefur myndast í stjórnmálaumhverfinu undanfarin ár millum höfuðborgar landsins annars vegar og landsbyggðar hins vegar, líkt og menn greiði ekki skatta alls staðar á landinu. Það atriði að hrúga niður stórfelldri byggð á höfuðborgarsvæðinu með KAOS ástandi í byggingu samgöngumannvirkja, og vandræðaástandi atvinnulega á landsbyggðinni verður að teljast til hörmulegra mistaka í formi aðgerðaleysis sitjandi valdhafa á hverjum tíma. Fiskveiðistjórnunarkerfið á þarna stóran þátt að máli sem orsakavaldur þar sem lögleidd var sú vitleysa að heimila frjálst framsal aflaheimilda landið þvert og endilangt og stóru fyrirtækin keyptu þá smærri út úr atvinnu undir formerkjum hagræðingar fyrir þjóðarbúið sem engin er. Með raun réttu eru það útgerðarfyrirtækin sem ættu að borga samgöngur á Stór Reykjavíkursvæðinu, það kostaði þau nefnilega ekki neitt að gera heilu sjávarþorpin atvinnulaus á einni nóttu, og verðmæti eignalaus sem til hafði verið kostað af almannafé áður. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld á hverjum tíma hafi sýn á framtíð atvinnuvega í landinu öllu og skilyrði sem skapa byggð án þróunar í borgríki í nægu landrými.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.