Vitund um siðgæði ,á undanhaldi í samfélagi nútímans eða hvað ?

Fljótum við ef til vill sofandi að feigðarósi í nútíma upplýsingasamfélagi sem matar það nýjasta sem einhverjum dettur í hug, hrátt sem hinn eina sannleika, hvers eðlis svo sem kann að vera ? Í slíku umhverfi sem upplýsingasamfélagið er er afar auðvelt að blaðra út í eitt um náungann ef menn kjósa svo og rífa mann og annan niður í tætlur með hugsunarlausu blaðri. Blaðurgirni Íslendinga eru reyndar lítil takmörk sett og ekki hefur það minnkað við símfrelsið hið  "guðdómlega" þar sem menn komast vart lengur í náðhúsið nema með símana meðferðis. Þetta er náttúrulega fínt fyrir fjölmiðlamenn símafrelsið þar sem opnast hefur óvæntur aðgangur að stjórnmálamönnum sí og æ, þar sem hafa má eitthvað eftir einhverjum. Magn upplýsinga um allt sem gerist er ekki endilega mælikvarði á mikilvæga nauðsyn þess að segja frá því hinu sama, né heldur að menn átti sig á því að slíkt kunni ekki endilega að vera viðeigandi. Mörkin eru óljós og fjölmiðlar hafa rekið sig á varðandi persónuleg niðurrif í garð einstaklinga, með dómum um sektargreiðslur vegna þessa. Að kunna fótum sínum forráð í þessu efni væri æskilegri þróun sem bæri vott um vitund um siðgæði.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband