Hið opinbera er ekki samkeppnishæft um laun á vinnumarkaði í eigin " markaðsþjóðfélagi "

Það felst í því fáránleg mótsögn að á sama tíma og menn guma af " markaðssamfélagi " þar sem innkoma skatta af hálfu fyrirtækja til hins opinbera ætti að vera góð skuli opinber þjónusta meira og minna öll vera í lamasessi vegna þess atriðis númer eitt, tvö og þrjú að hið opinbera greiðir ekki laun sem keppa við önnur laun á markaði. Til þess að fá hæft fólk til starfa þarf að greiða laun í samræmi við þá hæfni sem þar er fyrir hendi hvers eðlis sem er á öllum sviðum, fagmenntunar sem til handa ófaglærðum einnig. Þetta " markaðsþjóðfélagsmódel " er ´því ekki að virka hér á landi, því miður , ekki enn sem komið er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Páll Magnússon útvarpsstjóri er svo sem sæmilega launaður.

Sigurjón Þórðarson, 18.10.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Markaðsþjóðfélagið virkar fyrir suma en ekki allan almenning.  Hvernig er það fundið út hvers virði hver og einn er?  Skyldi Páll Magnússon útvarpsstjóri vera einnar og hálfrar milljónar krónu virði?  Ég efast stórlega um það, ég veit ekki til þess að útvarpið sé svo vel rekið að eftir sé tekið?

Jóhann Elíasson, 18.10.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það var ljótt að heyra á Bylgjunni í dag sögu skúringar konunnar sem var lækkuð um þriðjung í launum hjá RUV á síðasta ári og hótað uppsögn ef hún mótmælti, auk þess var bætt á hana vinni og henni sagt að ef hún væru óhress með það, þá væri til nóg af útlendingum til að taka við hennar starfi.

Georg Eiður Arnarson, 18.10.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það hefur verið í tízku að lækka þá lægst launuðu, væntanlega til þess að færa launin á toppana.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband