Frjálslyndi flokkurinn mun áfram standa vaktina varðandi auðlindir íslensku þjóðarinnar til lands og sjávar.

Hvers konar eignatilfærsla varðandi auðlindir svo sem sjávarútvegsauðlindina er nægilegt þekkt hér á landi til þess að menn falli ekki áframhaldandi í sama þjóðhagslega óhagkvæma pyttinn og þar átti sér stað, en Frjálslyndi flokkurinn hefur barist einarðlega gegn því skipulagi frá stofnun. Það eru því miður öll teikn á lofti þess efnis að hið sama þ.e. kvótasetning og markaðsbrask skuli einnig uppi varðandi orkugeirann í ljósi farsans sem átt hefur sér stað í höfuðborginni. Hver og einn einasti stjórnmálamaður á þingi og í sveitarstjórnum, hvoru tveggja þarf og verður að axla sína ábyrgð gagnvart ásækni markaðsaflanna í hvers konar skipulag mála í formi framsettra braskhugmynda hvers konar. Þjónustuhlutverk hins opinbera ríkis og sveitarfélaga þarf að vera á hreinu gagnvart borgurunum þegar til álita kemur að blanda starfssemi einkafyrirtækja saman við slíka starfssemi. Áhættufjárfestingar eru þar allsendis ekki inni í myndinni. Allt öðru máli gegnir um útboð verkefna frá ríki og sveitarfélögum til handa fyrirtækum um fyrirfram skilgreinda þjónustu fyrir skattfé.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband