Mun Samfylkingin ganga erinda markaðsfyrirtækja á kostnað almennings í landinu ?

Samfylkingin hefur ekki tekist á við það atriði að reyna að vinda ofan af óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi, og alveg sleppt því að hafa skoðun á málinu.  Samfylkingin hefur ekki beinlínis verið hlynnt íslenskum landbúnaði og vill helst flytja inn matvörur að virðist. Samfylkingin vill einnig ganga í ESB og afsala sjálfsákvarðanavaldi íslensku þjóðarinnar til útlanda og breyta stjórnarskránni í því sambandi. Það nýjasta sem við fáum að heyra er það atriði að ráðherra orkumála sé á leið til Indónesíu til þess að ganga erinda REI einkafyrirtækis sem vægast sagt stendur styrr um og ekki er útkjáð um hvort sé til eða ekki með samruna við annað fyrirtæki. Nýjasta uppátæki Samfylkingarmanna er að hoppa upp í vagn helstu frjálshyggjupostula Framsóknarflokksins í Reykjavík með valdastóla í borginni í farteski undir vægast sagt umdeildum kringumstæðum markaðsmennsku. Það er og verður nauðsynlegt verkefni á næstunni að fylgjast með sporum ráðamanna varðandi þróun mála hvers konar, með tilliti til hagsmuna almennings í landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já nú er Össur alþýðuforingi í Indónesíu með Bjarna sem verðlagði og seldi sjálfum sér auðlindir almennings - Þetta á nú ekki að vera hægt.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband