Var það fínt að 2-3 milljarðar í mati yrðu að 10 loftbólumilljörðum, með kaupréttarsamningum ?

Já fyrir þá sem nutu kaupréttarsamninga í nýtilkomnum fyrirtækjum, en gallinn var sá að sá böggull fylgdi skammrifi að þjónustustofnun almennings Hitaveitan öðru nafni Orkuveita Reykjavíkur hafði skuldbundið sig til þess að veita einkafyrirtækinu þjónustu í tvo áratugi sagt og skrifað 20 ár. Þvíumlík og önnur eins della hefur varla komið fyrir augu manna lengi og það mega ekki líða margir dagar án yfirlýsinga af hálfu nýrra aðila sem þykjast ætla að ganga erinda almennings við stjórn borgarinnar um hvernig slíkt skuli verða, varðandi þá gjörð sem þarna hefur átt sér stað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband