Það þarf að " kolefnisjafna " samningsaðstöðu skattgreiðenda/kjósenda gagnvart ákvörðunum stjórnmálamanna í útrásarbraskhugleiðingum.

Það er vægast sagt alvörumál þegar svo er komið að  stór hluti stjórnmálamanna í landinu er tilbúin til þess að samþykkja hverja vitleysuna á fætur annarri í einhverju málamyndagróðahugmyndaferli sem markaðsspekúlantar hafa hannað undir formerkjum guðdómlegrar útrásar til útlanda. Undirbúningur Geysir Green energi bla bla hefur vart farið alveg fram hjá neinum þar sem stórkostleg auglýsingaherferð um " kolefnisjöfnun " allra handa hefur tröllriðið húsum í allt sumar sem í minni orðabók heitir eitthvað í gangi. Markaðsvæðing fiskveiða við landið er hverjum stjórnmálamanni sem kom að því máli lélegur vitnisburður þar sem þjóðarhag var fórnað og fáum fært á silfurfati óhagkvæmt markaðsbrask sem þjóðfélagið hefur greitt fyrir í formi auka skattpeninga fyrr og síðar. Það atriði að í höfuðborg landsins Reykjavík skuli menn leyfa sér að reyna að leika álíka aðferðarfræði með þjónustufyrirtæki hins opinbera Hitaveituna sem nú dreifir einnig raforku og kallast Orkuveita, VERÐUR EKKI LIÐIÐ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband