R-listinn, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, með þáttöku VG og Framsóknarflokksins, ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokki, bera jafna ábyrgð á tilfærslu eigna almennings til handa einkafyrirtækjum.

Allir íslenskir stjórnmálaflokkar nema Frjálslyndi flokkurinn hafa komið að málum varðandi það atriði að sitja við stjórnvöl ráðstafana þar sem þjónustufyrirtæki almennings hafa verið gerð að hálfeinkavæddri söluvöru á markaðstorginu. Orð Svandísar Svavarsdóttur í Kastljósi í gær þess efnis að almenn pólítisk sátt ríki um slíkt er algjörlega í andstöðu við baráttu hennar gagnvart ráðslagi fyrrum meirihluta og þau orð féllu eftir að myndaður hafði verið nýr meirihluti. Raunin er sú að VG átti þátt í borgarstjórnarsamstarfi R-listans í Reykjavík, þar sem hafið var Línu net ævintýrið, og risarækjueldi undir forystu Framsóknarflokksins sem er stórfurðulegt og einsdæmi. Ég leyfi mér að fullyrða að ENGINN ALMENN SÁTT RÍKIR Í SAMFÉLAGINU um slíka skipan mála ENGIN. Þjónustustofnanir hins opinbera sem reknar eru fyrir skattfé almennings, hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög skyldu aldrei ég endurtek aldrei leggja fé almennings undir í áhætturekstri þar sem markaðsaðilar leggja mat á skattfé almennings í stað stjórnmálamanna.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Klukk Guðrún María

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 13.10.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó þakka þér fyrir Jónína Sólborg, reyni að bregðast við þessari áskorun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband