Eru stærðarhagkvæmnisforsendur allar farnar að bíta í skottið á sér ?

Fækkkun og stækkun fyrirtækja, í sjávarútvegi , landbúnaði, iðnaði , og verslun, og fjölmiðlun, ásamt fækkun og stækkun sveitarfélaga hafa verið þær formúlur sem sitjandi valdhafar hafa róið í langan tíma , allt of langan að mínu viti. Svo langan að fyrirtækin eru orðin of stór og ráða öllu og samkeppnislögmálin því farin veg allrar veraldar, á kostnað einstaklingsframtaksins sem drepið hefur verðið í dróma með aðferðafræðinni og formúlunum. Það er nokkuð síðan að sú er þetta ritar kenndi þessa hugmyndafræði við fyrrum Ráðstjórnarríki kommúnismans. Rikisfyrirkomulag stjórnvalda þar sem skilyrðin eru þess valdandi að sú hin sama þróun á sér stað, en allt undir formrerkjum frelsis fjármagnsins sem snúist hefur upp í öndverðu sína og áskapað frumskógarlögmál og helsi í stað frelsis.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband