Smávegis lýðræðisþróun þegar mönnum ofbýður alveg.

Hávær viðbrögð almennings gagnvart ráðstöfunum hvers konar sem teljast ekki í þágu þorra manna heldur fárra er eitthvað sem stjórnmálamenn þurfa hugsanlega að fara að taka með í reikninginn. Svandís Svavarsdóttir VG hefur staðið sig vel sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga varðandi gangrýni minnihluta í borgarstjórn á tilstand varðandi Orkuveituna og gullgrafaraæði í því sambandi. Raunin virðist hins vegar sú að helst þarf mönnum að ofbjóða peningasukk, til þess að bylgja óánægju rísi upp. Það ætti hins vegar að nægja að benda á mismunun þegnanna sem víða ber merki því miður ekki hvað síst þegar fiskurinn í sjónum hefur verið gerður að braskvöru og atvinna og eignir fólks illa eða ekki verðmetnar sem hluti af þjóðhagslegri heild, þrátt fyrir þáttöku þegnanna við uppbyggingu þjóðhagslegra verðmæta hvers konar í því sambandi. Upphaf braskararþjóðfélags þar sem margt fór úr böndum og fer enn,  hófst upp úr 1990 þ.e. eftir lögleiðingu um framsal og leigu aflaheimilda millum sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Stofnun hlutabréfamarkaðar hér á landi og hamagangur lífeyrissjóða við fjárfestingar,  síðar einkavæðing banka án afnáms verðtryggingar á sama tíma , er meginorsök skuldasöfnunar og viðskiptahalla þjóðarinnar í dag, að mínu viti. Með öðrum orðum almenningur í landinu má gjöra svo vel að taka tollinn af því að óveiddur fiskur úr sjó var gerður að braskvöru fyrir spírur per kíló í formi kvóta í bókhaldsviðskiptum á þurru landi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband