Langt síðan að maður hefur sér " alvöru " mink.

Það væri nú gaman að vita hvernig þessi hefði komist um borð, það skyldi þó aldrei vera að hann hefði verið veiddur í botnvörpuna ? Annars er nokkuð langt síðan maður upplifði samskipti við minkinn sem var í uppvextinum í sveitinni í gamla daga. Gamli Depill hundurinn í sveitinni heima var afar þefvís á mink og lenti einu sinni í átökum þar sem minkurinn beit sig fastan á kjaftinn á hundinum og þvíumlikt og annað eins hefi ég varla séð, þar sem hundurinn sveiflaði minkinum í hringi með hreyfingum, pikkföstum við sig, þangað til faðir minn heitinn skarst í leikinn með barefli og batt enda á átökin.

kv.gmaria.


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband