Halda þarf opinn borgarafund í Ráðhúsinu þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins og ráðamenn í Reykjavík, fyrr og nú, sitja fyrir svörum.

Almenningur í landinu, skattgreiðendur og orkukaupendur þurfa að fá svör við ýmsum spurningum og þeim spurningum þarf að svara áður en lengra er haldið öllum til hagsbóta.

Hver tók ákvörðun um að nota fé skattborgara í þjónustufyrirtæki almennings til brasks ?

Hvenær ?

Undir hvaða formerkjum og með hvaða tilgang að leiðarljósi ?

kv.gmaria.


mbl.is Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það hefur verið haldinn fundur af minna tilefni - Það er nokkuð víst.

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alveg örugglega Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er búið að svara þessari spurningu margoft.  Stjórn OR tók þessa ákvörðun enda er það hennar hlutverk.  Hún er skipuð eigendum fyrirtækisins og eru þeir kosnir í almennum kosningum af almenningi og falið að reka fyrirtækið fram að næstu kosningum.

Nú er staðan sú á alþjóðaorkumarkaðnum að veruleg tækifæri er til að skapa verðmæti úr þeirri þekkingu á jarðvarma og hlutum tengdum honum sem orðið hefur til á Íslandi undanfarna áratugi.

Tækifærin eru slík að það væru beinlínis afglöp í starfi hjá stjórnendum fyrirtækisins, hvort sem það eru stjórnmálamennirnir í stjórninni eða almennir stjórnendur, að gera ekki það sem þarf að gera til að nýta þau tækifæri sem til staðar eru.  Það er það sem er verið að gera.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2007 kl. 01:52

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sigurður.

Ég er þér einfaldlega ósammála í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband