Hingað og ekki lengra takk, almenningur mun EKKI borga ofurlaun fjármálasprellikarla í loftbóluborholuævintýrafyrirtækjatilstandi.

Þótt ekki væri tilkominn hlutabréfamarkaður hér á landi þegar minka og laxeldisævintýri stjórnmálamanna litu dagsins ljós með tilheyrandi fjöldagjaldþrotum í kjölfarið, við iðkun ævintýrra þeirra, þá leyfi ég mér að fullyrða á almenningur hér á landi hefur ekki nokkurn einasta áhuga á því að verða gerður þáttakandi í því að oflauna menn við gróðatilstand í eiginhagsmunaþágu einkafyrirtækja frekar en orðið er. Frelsi fyrirtækja skal hvorki fyrr né nú verða á kostnað frelsis einstaklinga í landinu og menn þurfa að gjöra svo vel að hefjast handa við að skilgreina hvar skóinn kreppir í þessu efni gagnvart almenningu í landinu. Það skyldi ekki nokkur skapaður hlutur þurfa að vera á gráu svæði.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún María, tek undir hvert orð hér að ofan.  Staðan í þessum málum er með  öllu óþolandi. 

mkkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.10.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband