Hið nýja einokunarsamfélag fjármagnbraskara á Íslandi sem aldrei fyrr, undir náð stjórnvalda í landinu ?

Hvað er búið að halda marga markaðsdansleiki þar sem málamyndagróði hefur verið blásin fram sem sápukúlur undir formerkjum útrásar um alheiminn þar sem Íslendingar borga brúsann af tilstandinu ? Ferðast var um lönd og álfur með frásögur af kvótakerfinu íslenska þar sem gumað var ágæti þess á alla lund en sennilega er slíkum ferðalögum lokið í bili. Nú á að hefja sama leikinn með útflutning á orku allra handa orku bara einhvern veginn grænni orku og orkuhugmyndum þar sem hægt er að festa nógu margar tölur á blað sem fjárhæðir svo græða megi um tíma á tilstandinu og allir hoppa auðvitað upp á sömu merina sem sligast. Hið háa Alþingi nær vart að fylgjast með framgangi eigin óljósu leikreglna sem heita eiga markaður og viðskipti í eigin landi. Ef til vil væri nærtækara að ræða um leikreglurnar sem " frumskógarlögmál " þar sem nautum var sleppt lausum úr girðingu og þau stærstu og sterkustu stanga niður það sem fyrir verður á leiðinni. Á góðum degi er þetta kallað " frjálst markaðssamféleg " til hagsbóta fyrir almenning.  Almenningur eigir hins vegar illa eða ekki hagsbæturnar og álíka og þær séu enn í hinum nýju fötum keisarans, gangandi um götur og torg.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband