Láglaunafólk á Íslandi bíður ekki lengur aftast í biðröð, annað hvort kemur til verulegra launahækkanna, eða hækkunar skattleysismarka eins og skot.

Friður á vinnumarkaði verður ekki um áramót nema þess sjáist merki að kjör hins almenna launþega verði færð í mannsæmandi horf í landi sem vill kenna sig við velferð þegnanna. Ég tel að tími andvaraleysis gagnvart hvers konar undirboðum á vinnumarkaði sé liðinn og landsmenn muni ekki sætta sig við annað en laun sem nægja til framfærslu einstaklinga til handa launþegum á vinnumarkaði. Annað hvort verður samið um hærri laun ellegar stjórnvöld komi að málum með hækkun skattleysismarka til samræmis við verðlagsþróun. Annað er ekki í stöðunni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Laissez kjör í nágrannalöndum okkar hafa verið mikið betri en hjá okkur landsmönnum,svo þó við bættum kjör allverulega held ég við náum ekki nágrönnum okkar

Rannveig H, 5.10.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Halla Rut

Persónuafslátturinn að að miðast við 150.000.-  Ég held að miklar launahækkanir mundu reynast smærri fyrirtækjum mjög erfiðar. 

Halla Rut , 5.10.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sá sem heldur því fram að kjör allra landsmanna hafi batnað síðustu árin er á villigötum.  Hvað með lægst launaða fólkið sem setið hefur eftir.  Hvað með okurþjóðfélagið, hér greiðum við hæsta vöruverð í okkar heimshluta, hæsta lyfjaverð og tökum dýrustu lánin. Hingað og ekki lengra, hér er virkilega breytinga þörf.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.10.2007 kl. 15:57

4 identicon

Skondið að heyra þetta frá frjálshyggjupostulanum sjálfum.

Ég man ekki betur en að þú Ásgerður hafi verið fremst í flokki þeirra frjálshyggjumanna sem vildi afnema lágmarkslaun og launataxtana í burt láta bara framboð og eftirspurn ráða.

Briet (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband