Stjórnvöld skapa skilyrði hagstjórnar á hverjum tíma.

Hagstjórn í einu landi byggist á heildaryfirsýn yfir sviðið. Það er til dæmis frekar ómarkvisst að fela einu sviði samfélags frelsi til þess að dansa með fjármagn að vild landshluta milli líkt og gert var með framsal aflaheimilda í kvótakerfinu meðan slíkt frelsi var hvergi að finna á öðrum sviðum samfélagsins. Það kom fram í úttektt Mbl á sínum tíma að útgerðarfyrirtæki höfðu verið skattlaus í áratug eftir tilkomu þessara kerfisbreytinga, með öðrum orðum helstu útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar greiddu ekki til þjóðarbúsins vegna samþjöppunar og uppkaupa á tapi ár eftir ár eftir ár sem hægt var að færa til bókar samkvæmt skipulaginu skattalega. Ríkið varð af verulegum tekjum sem fyrir höfðu verið með fleiri að störfum áður en samþjöppun varð til en örfáir handhafar heimilda til fiskveiða græddu á skipulaginu, sem fór sífellt fækkandi. Skattaálögur á almenning hér á landi hafa aldrei verið meiri en nákvæmlega þennan tíma. Þegar það síðan kemur í ljós að forsenduna fiskinn í sjónum hefur ekki tekist að byggja upp og viðhalda sem ákveðinni stærð og skera þarf niður samkvæmt skipulaginu þá skal ríkið hlaupa til og útdeila skattpeningum í allar áttir einhvern veginn þótt frelsið og ábyrgðin sem rætt var um að falin hefði verið fyrirtækjunum hefði átt að standa undir sér, finnst illa eða ekki .  Skattgreiðendur borga afföllin af skipulaginu og mistökum þess.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband