Atlaga stjórnmálamanna að þjóðtungu Íslendinga ber vott um hugmyndafræðilega fátækt.

Það er þyngra en tárum taki þegar stjórnmálamenn falla í þann pytt að ganga erinda sértækra eiginhagsmuna fjármagnseigenda hvað varðar það atriði að fórna þjóðtungu einnar þjóðar á altari gróðhyggjusjónarmiða. Maður spyr sig óhjákvæmilega hvort allt sé falt í þessu sambandi ? Til hvers ættum við að verja fjármagni til þess að aðstoða fólk af erlendu bergi brotnu að læra íslensku hér á landi ef hugmyndir um það atriði að fara að nota ensku séu svo mikið sem til skoðunar ? Til hvers að vera að tala um menningarverðmæti í formi ritaðs máls á íslensku ? Til hvers að vera með þýðingar og túklun ? Svo mætti halda áfram að spyrja en raunin er sú að svo sannarlega þarf réttur Íslendinga til þess að ÖLL ÞJÓNUSTA hins opinbera sé til staðar á íslensku að vera tryggður lagalega og helst bundin í stjórnarskrá. Ætli menn áfram að halda fram slíkum fáránleika geta menn nefnilega strax hafið undirbúning útfarar íslenskrar menningar alfarið. Flóknara er það ekki.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband