Vísindin eru ekki óskeikul, hvorki í sjávarútvegsmálum eða á heilbrigðissviði.

Til þess eru stjórnmálamenn kjörnir á þing að vera gagnrýnir á skipan mála um þjóðfélagið og félagi minn Sigurjón Þórðarson fyrrverandi þingmaður hefur ásamt öðrum í Frjálslynda flokknum gagnrýnt aðferðir Hafrannsóknarstofnunar við mat á fiskistofnum við landið allt síðasta kjörtímabil og fengið mikinn hljómgrunn gagnvart framsettri gangrýni þess efnis. Sú er þetta ritar hefur einnig gagnrýnt ýmislegt  þótt ekki hafi setið sem þingmaður, til dæmis heilbrigðismálasviðið og sú gagnrýnii þar áorkað sjálfsögðum og nauðsynlegum breytingum að hluta til sums staðar. Ég skora á nýkjörna þingmenn á þingi að viðhafa nauðsynlega gagnrýni á allt. einnig vísindin, því svo vill til að fyrst og síðast er það mannleg skynsemi sem fleytir okkur áfram, á grundvelli  tilkominnar vísindalegrar vitneskju um mál öll.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband