Patentlausnir í formi lyfja á lyfja ofan við öllum kvillum ???

Læknavísindin marsera áfram gagnrýnislítið og því miður of víða nú orðið undir formerkjum þess að lyfjafyrirtækin kosta rannsóknir allra handa með það markmið í huga að þróa lyf við alls konar kvillum er hrjá manninnn frá toppi til táar. Hin vestrænu samfélög sem guma sig af sérfræðiþekkingu hvarvetna sligast af kostanaði af skattfé við niðurgreiðslu lyfja sem sérfræðingar segja nauðsynleg.

Stjórnmálamenn segja já og amen án þess að rannsóknir séu fyrir hendi hvað öll þessi ósköp af lyfjum skila í raun miklum árangri í bata sjúklinga sem og hve miklar aukaverkanir kunna hugsanlega að vera fylgifiskur hinnar miklu lyfjaneyslu svo ekki sé minnst á samverkun eða mistaka við lyfjagjöf, rangra sjúkdómsgreininga og lyfjaávísana í kjölfar þess. Umboðsmaður sjúklinga er eitt helsta mál sem þarf að koma á koppinn hér á landi því fyrr því betra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þúsundir manna deyja árlega í bretlandi vegna rangra lyfjagjafa....og lyfja sem hreinlega leiddu þá til dauða vegna mistaka í greiningum lækna á hvað var að hrjá viðkomandi.  En það má ekki setja það upp sem eitthvað mál..bara fórnarkostnaður lyfjafyrirtækja ..eða hvað???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 02:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég veit það og þessi mál þarf að ræða miklu, miklu meira rangar sjúkdómsgreiningar og lyf sem skattgreiðendur borga af því stjórnmálamenn hafa stimlað upp á allt sem hinn eina sannleika í aðferðum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband