Ég elska Einar Ben, hann segir allt sem segja þarf í sínum ljóðum.
Þriðjudagur, 2. október 2007
Aldamótaljóð skáldsins Einars Benediktssonar er gull og hvatning til dáða fyrir íslenska þjóð sem á jafn vel við í dag og áður ekki hvað síst þegar atlaga að íslenskri tungu er uppi. Set hér inn tvö erindi sem eru mitt uppáhald.
" Vér óskum hér bóta við aldanna mót,
en allt þó með gát og þjóðlegri rót,
með rækt við fortíð og fótsporin þungu
sem fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt.
Við eigum sjálfir á eftir að dæmast
af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast,
sem studdu á lífsins leið vorn fót,
sem ljóðin við vöggurnar sungu.
Það fagra sem var skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.
Vort land það á lifandi eldforna tungu,
hér lifið það gamla í þeim ungu.
Sá veglegi arfur hvers Íslendings þarf,
að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf,
sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins,
við þrautirnar stríðu og lífskjörin blíð.
Lát fyllast hljóm þeirra fornu strengja,
lát frumstofninn haldast en nýtt þó tengja,
við kjarnann sem stóðst svo að kyn vort ei hvarf
sem korn eitt í hafi sandsins.
Fegurra mál á ei veröldin víð,
né varðveitt betur á raunanna tíð,
og þrátt fyrir tízkur og lenzkur og lýzkur,
það lifa skal ómengað fyrr og síð.
Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins,
án þess glatast metnaður landsins. "
höf Einar Benediktsson úr Aldamótaljóði.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.