Kostnaður íslenzka ríkisins við utanríkismál og kostnaður við þarfir þjóðar innanlands.

Það er og verður nokkuð sérkennilegt að á sama tíma og þjóðin þarf að takast á við tillögur um skerðingu í þorskafla sem veldur þjóðarbúinu tekjumissi skuli utanríkisráðuneytið ákveða ferðalög utanríkisráðherra landsins sem rétt var að setjast í stólinn um allan heim þveran og endilangan ásamt kostnaði innanlands við kynningu á framboðstilstandi Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hve lengi ætlum við Íslendingar að iðka málamyndasjónarspil út í frá án þess að horfa á það sem þarf að gera hér heima ? Væri ekki nær að líta á vanda þjóðarinnar hér heima áður en menn halda út i heim til stórræða til að bjarga heiminum að virðist ? Aldraðir, sjúkir og börn eru á biðlista eftir þjónustu sem skortir af hálfu hins opinbera hér á landi og ekki hefur tekist að inna af hendi að virðist sökum kostnaðar þar að lútandi og almenna forgangsröðun . ER ekki þörf að forgangsraða og sleppa ferðalögum meðan illa árar ?

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Utanríkisráðuneytið hefur þanist út á undanförnum árum. Frægt er
þegar Halldór Ásgrímsson keypti sendiráðsbyggingu í Japan fyrir
hátt í milljarð króna.  Og nú er verið að henda a.m.k milljarði í þetta
ævintýri hégómans varðandi Öryggisráðið. Í utanríkisráðuneytinu
mætti spara mikla fjármuni í dag til nota fyrir OKKUR venjulega
borgara þessa lands.  Ekki spurning.  Maður verður bara reiður að
horfa upp á þetta endalausa RUGL sem ENGINN hefur óskað eftir
nema örfáir kerfis-karlar og kerlingar ásamt misvitrum stjórnmála-
mönnum...........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.10.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband