AÐSPURÐUR, sagði forseti launafólks ASÍ þetta samkvæmt frásögn fréttamiðils.

Sjáið og takið eftir þessu sem þarna kemur fram. Formaður ASÍ lætur hafa eitthvað eftir sér um stjórn efnahagsmál á landinu, er það hlutverk hans ?

Er hann í Samfylkingunni sem nú dansar fyrir evrum og Evrópusambandsaðild eða fulltrúi launafólks sem tilheyrir fleiri en einum stjórnmálaflokki ?  

"

Vill fá niðurstöðu um evruna

mynd
Grétar Þorsteinson Forseti ASÍ

"Menn verða bara að hafa þrek til að fara í þetta og komast að einhverri niðurstöðu," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, spurður um afstöðu ASÍ til umræðu um upptöku evrunnar.

"Við teljum mjög mikilvægt að það verði enn frekari og afdráttar­lausari umræða um evruna, hér og nú," segir hann.
Grétar tekur þar með undir með fjölmörgum sem hafa tjáð sig um evrumál síðustu daga, til að mynda Pétri Blöndal formanni efnahagsnefndar Alþingis, og Sambandi ungra sjálfstæðis­manna, sem hafa hvatt til umræðu um stöðu krónunnar.

ASÍ hefur ekki markað sér afdráttarlausa afstöðu til upptöku evru eða aðildar að Evrópu­sambandinu, en innan félagsins hefur þó mikið verið rætt um þessi mál. "Það verður ekkert flanað að svona afdrifaríkri ákvörðun," segir Grétar.

Í Morgunkorni Glitnis í gær kom fram að íslensk heimili skuldi æ meira í erlendum myntum. "Þau velja þannig fremur að taka þá áhættu sem tengist gengissveiflum en að þola háa íslenska vexti," segir þar.

"

spyr sá sem ekki veit ????

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband