Algjört stjórnleysi Íslendinga á vinnumarkaði með óheftum aðgangi án skilyrða inn í landið.

Það var Frjálslyndi flokkurinn sem ræddi málefni innflytjenda í síðustu kosningum til þings sem tímabæra umræðu í okkar samfélagi sem aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa nokkurn veginn alveg komið sér hjá að ræða. Kastljósið í kvöld fjallaði um einn anga af því verkefni sem við er að fást á íslenskum vinnumarkaði hvað varðar tungumálakunnáttu fólks við þjónustu i íslensku samfélagi. Meira og minna leyfa starfandi fyrirtæki á íslenskum markaði sér það að bjóða fram þjónustu þar sem starfsmenn hafa ekki vald á íslensku máli sem hvoru tveggja orkar vægast sagt tvímælis sökum þess að fyrirtæki missa viðskipti því samskipti missa marks um þjónustuna. Hvers vegna í ósköpunum er fyrirtækjum ekki gert skylt að kosta námskeið starfsmanna sinna til þess að læra málið ? Eiga hlutirnir bara að ganga áfram einhvern veginn í þjónustu við fólkið í landinu ? Þarf ekki að fara að draga fram fyrirtæki sem standa sig vel í þessu efni og þau sem standa sig illa, eða hvað ? Skyldi það vera að hið háa Alþingi þyrfti ef til vill að láta sig mál þessi varða ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú ert mikill og góður penni. kv.

Georg Eiður Arnarson, 27.9.2007 kl. 07:04

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm og síðan halda menn áfram að forðast að ræða málin og svo verður allt í einu komið árið 2010 og Rúmenar og Búlgarar farnir að undirbjóða Pólverjana, og svo framvegis.

Það er ekki stjórnleysinu fyrir að fara í fjölmiðlum og stjórnmálum, það er allt undir strangri leppastjórn og þöggun og val umræðuefna alveg undir kontról.

Baldur Fjölnisson, 27.9.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Bara eitt knús til þín.

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.9.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk takk, takk.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband