Miklu minni þorskur til að veiða = henda skattfé í allar áttir ómarkvisst undir nafninu " mótvægisaðgerðir "

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vega á móti skerðingu þorskafla á Íslandsmiðum næsta fiskveiðiár eru algjörlega út i hött og það verður að taka undir það sjónarmið Friðriks Arngrímssonar framkvæmdastjóra LÍÚ að slíkt kallar svo sannarlega á pólítíska spillingu þegar menn á einhverjum tímapunkti ætla að fara að ákveða svo og svo mikið fé hingað og þangað eftir hentugleikum í hitt og þetta. Afskaplega ómarkvisst í raun á þjóðhagslegan mælikvarða sem Davíð Oddson Seðlabankastjóri hefur einnig bent á að kunni hugsanlega að verða verðbólguhvetjandi í allri þenslunni sem ekki hefur tekist að koma böndum á og því tímaskekkja mikil. Sjálf vildi ég hins vegar sjá LÍÚ fara fyrir ósk um endurskoðun laga um fiskveiðistjórn hér við land sem er hvoru tveggja tímabær og nauðsynleg ekki hvað síst varðandi rannsóknaþáttinn og ákvarðanatöku í því framhaldi fyrr og síðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég hef varla séð þorsk síðan ég byrjaði að vinna aftur eftir sumarfrí.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.9.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður eru þessar "mótvægisaðgerðir" (þetta er bara sýndarmennska og aðgerðir út í loftið) algjörlega máttlausar og gagnast ekki þeim sem á þurfa að halda.  Hægt væri að skrifa mikla langloku um það hvað þessar "mótvægisaðgerðir" eru ómarkvissar og vitlausar en það hefur ekkert upp á sig svo ég sleppi því (í bili).  En hvaðan á þessi peningur að koma sem fer í þessar "mótvægisaðgerðir"?  Það er engu líkara að þessir peningar hafi legið í "digrum" sjóðum sem ríkisstjórnin lá á og það sé hægt að "sprauta" þessum peningum út í hagkerfið án þess að gera nokkrar ráðstafanir á móti.  Svona vinnubrögð eru verðbólguvaldandi það þurfa að koma á móti þessum aðgerðum (að fullu) t.d samdráttur í rekstri hins opinbera (í rekstri ríkisins og sveitarfélaga) en það er ekkert sem bendir til þess, heldur þvert á móti, framkvæmdir á vegum hins opinbera minnka ekki og svona mætti lengi telja.

Jóhann Elíasson, 28.9.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband