Siðvitund og siðvenjur samfélagsins byggja á iðkun.

Það er ekki nóg að vita hvað á að gera ef æfing fer sjaldan eða aldrei fram í því hinu sama. Hef oft tekið sem dæmi uppeldismálin því á ungdómsárum fer mótun fyrir lífstíð fram. Leiksskólakennarar og starfsfólk á leikskólum lagði mikið á sig að kenna börnum borðsiði áður en þau hefja skólagöngu í grunnskóla en lengst af tók ekkert borðhald við í grunnskólanum þótt undanfarin ár hafi það færst verulega til bóta og börn eigi kost á því að fá skólamáltíðir í grunnskólanum. Heima fyrir þar sem fjölskyldumeðlimir hittast á stundum á hlaupum í máltíðir eru það helst leikskólabörnin sem kunna sig til þess að viðhalda borðsiðunum ef fjölskyldan kemur saman við matarborðið.  "Hendur undir borð og ekki segja orð þangað til sagt er gjöra svo vel."  Að máltíð lokinni er þakkað fyrir matinn.

Þessi annars einfalda og sjálfsagða siðvenja er stór kapítuli af því sem eftir kemur hvað varðar agaða þáttöku í samfélagi manna þar sem virðing er iðkuð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband