Hvað fer mikið hlutfall af ofursköttum launþega í niðurgreiðslu hins opinbera á rándýrum lyfjum ?

Lyf eru nauðsynlegur hluti af voru mannlífi en hins vegar er ekki þar með sagt að lyfjafyrirtæki og söluaðilar eigi að hafa allt að því sjálftöku á verðlagningu á þeim hinum sama varningi í voru þjóðfélagi. Þótt lyf séu nauðsynleg og þörf við lækningar þá er sennilega einn þriðji  magns í umferð og notkun af lyfjum sem gagnast lítið sem ekki neitt að mínu viti og frekar til óþurftar heldur en hitt og kann jafnvel að hamla lækningu vegna allra handanna auka og samverkana þar sem til verður sjúkdómsástand af samsullinu öllu. Ekki hvað síst veldur það verulegum búsifjum hjá fólki á efri árum að mega kosta stórum hluta lítilla tekna í allra handanna lyfjaávísanir við hinu og þessu sem hið opinbera niðurgreiðir í mismiklum mæli en miklum þó á þjóðhagslegan mælikvarða. Opnum augun og skoðum málin af mannlegri skynsemi með gagnrýnið viðhorf í huga.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband