Hin eigendalausu gæði og hið framseljanlega fjármagn er það ekki FÉ ÁN HIRÐIS, Hannes Hómsteinn Gissurarson ?

Sæll Hannes. Datt ofan í lestur greinar sem birtist í Fréttablaðinu á blogginu þar sem þú ræðir meðal annars einkavæðinguna og ég set hér úrdrátt úr. Þar ræðir þú m.a. eigendalaus gæði og fiskistofna sem komist hafi í hendur útgerðarmanna í formi framseljanlegs fjármagns að sjá má sem forsendu fyrir meintri hagsæld þjóðarinnar. ERu skuldir útgerðarinnar og núverandi afföll af aðferðafræðinni í formi mótvægisaðgerða vegna minnkandi þorskveiðiheimilda, með í þessum útreikningi  ? Var reiknað með því að menn gætu selt sig út úr sameign þjóðarinnar í systemi þessu ? Minnkaði ekki magn gæða til skipta eitthvað við það ? Hver var fjárhirðir fjármagnsins á ferðalaginu ?

"

Einkavæðing í almannaþágu

Það, sem gerðist hér eftir 1991, en hafði auðvitað hafist að nokkru leyti áður, var einkavæðing hinna eigendalausu gæða. Fiskistofnar komust í hendur útgerðarmanna í krafti kvótakerfisins og urðu skrásett, veðhæft og framseljanlegt fjármagn. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur giskar á, að þetta nýja fjármagn hafi numið um 350 milljörðum króna. Ríkisfyrirtæki voru seld, og um leið og þau komust í hendur nýrra eigenda, tóku þau að bera arð, urðu skrásett, veðhæf og framseljanleg. Að mati Yngva Arnar skapaðist þar um 370 milljarða króna nýtt fjármagn. Í þriðja lagi voru sum samvinnufélög sett á markað, þar á meðal sparisjóðir. Um allt þetta þrennt, fiskistofna, ríkisfyrirtæki og samvinnufélög, gilti, að fjármagn, sem áður hafði verið lítt eða ekki virkt, varð nú virkt og tók að vaxa. Jafnframt efldust lífeyrissjóðir landsmanna stórkostlega. Þetta skýrir það, sem hefur verið að gerast hér síðustu árin, ekki dylgjur Þorvalds Gylfasonar prófessors um rússneska mafíupeninga, sem bergmála í dönskum sorpblöðum. Íslenska efnahagsundrið á sér eðlilegar ástæður. Við getum verið hreykin af kapítalistunum okkar. 

Fréttablaðið 22. september 2007. "

bara nokkrar spurningar sem vakna í þessu sambandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Guðrún María !

Þakka þér góða grein, en....... býstu við svörum, frá þessum mesta skelmi; í síðari tíma sögu okkar, þ.e., Hannesi Hólmsteini Gissurar syni ?

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar.

Blessaður vertu nei , ekki endilega, en það er ekki þar með sagt að hann sendi sína útgáfu af " sannleikanum " þegjandi og hljóðalaust án andmæla einhvers alveg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2007 kl. 02:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er lágmarkskrafa, að menn skýri mál sitt almennilega í stað þess að fara með fleipur og þetta sé síðan gleypt hrátt af "frjálshyggjupostulunum", en það virðist vera að Hannes Hólmsteinn hafi verið tekinn í guðatölu í þeirra hópi og allt sem hann segir og gerir virðist vera "lög" í þeirra augum, en það versta er við hans "lög" er að það er ekki einu sinni hægt að syngja þau hvað þá annað.  Hann talar um að "kvótakerfið" hafi fært Íslensku efnahagslífi 370 milljarða króna í nýju fjármagni.  Þvílík rangfærsla, hvernig í ósköpunum er hægt að heimfæra þetta?  Það þarf ekki hagfræðing til þess að sjá að þetta er rangt.  Það eru ALLTAF tvær hliðar á peningnum,  Þessir peningar komu inn í hagkerfið, en um leið JUKUST skuldir sjávarútvegsins samsvarandi, eignamyndun hefur ekki aukist en fjármagnskostnaður sjávarútvegsins hefur aukist gríðarlega og um leið hefur afkoman orðið lélegri.  Hver er hagræðingin?

Jóhann Elíasson, 22.9.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband