Nýjir sjúkdómar með nýjum nöfnum kalla á ný lyf.

Lyfjabissnessinn í heiminum er alsæll hagnaðarlega séð ef hægt er að halda manninum á lyfjum frá toppi til táar frá vöggu til grafar. Aukning lyflækninga í heilbrigðisþjónustu er gífurleg á undanförnum áratugum, vissulega víða til framfara en allsendis ekki alls staðar að mínu áliti. Það veltur því æði mikið á læknum að vega og meta nauðsyn lyfja með tilliti til bata og aukaverkana hvers konar svo ekki sé minnst á þjóðhagsleg útgjöld hvers samfélags í formi lækninga þessa efnis. Fræðsla til handa almenningi um lyf og verkun til skammtíma og langtíma gæti verið mun meiri og ætti að vera á verkssviði stofnunar sem Lýðheilsustöð er úr því menn töldu nauðsynlegt að koma slíkri stofnun á kopp yfir höfuð fyrir skattfé. Lyfjastofnun hlýtur að geta veitt Lýðheilsustöð aðstoð í þessu efni en almenn fræðsla um virkni algengra lyfja á mannslíkamann svo sem endurtekinn notkun sýklalyfja hjá börnum sem aftur kann að valda ónæmi fyrir lyfinu er eitthvað sem stjórnvöld geta stuðlað að sem forvörn innan eigin kerfis með stofnunum að störfum fyrir skattfé um lýðheilsu.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Svo verða yfirmenn þessara lyfjafyrirtækjs helstu stuðnings aðilar stofnana og fyrirtækja og endanum auglýsa þeir sig ;;sem dæmi'' Robbi Wess er helsti styrktaraðili Sparisjóðs Höfðhverfinga

Kjartan Pálmarsson, 22.9.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband