Eru Íslendingar fastir í málţófi og málalengingum ?
Laugardagur, 22. september 2007
Mér hefur á stundum orđiđ tíđrćtt um lagafrumskóg okkar svo ekki sé minnst á reglugerđafarganiđ sem hrjáir okkar annars frekar fámennu ţjóđ. Raunin er sú ađ viđ höfum veriđ ađ dúlla okkur svo lengi viđ ţađ ađ setja lög á lög ofan ţ.e. aftur í aldir og mér best vitanlega eru ákvćđi úr Jónsbók enn í notkun fyrir íslenskum dómstólum sökum ţess ađ ţau lög eru enn gild, ekki ţar fyrir ađ ţau ákvćđi ţurfa ekki endilega ađ vera verri fyrir ađ vera gömul. Hins vegar hefur hiđ háa Alţingi ţví miđur oft sett lög sem rekast hvert á annars horn, međ vafa á vafa ofan innan gćsalappa, sem veldur endalausum verkefnum dómstóla og ţrefum og ţrćtum manna á milli. Í raun og veru lenda léleg lög sem illa standast tímans tönn ellegar ţjóna litlum tilgangi í raun sem endurskođunarverkefni dómstóla fram og til baka gegnum árarađir. Tizkan undanfariđ hjá alţingismönnum hefur veriđ sú ađ heimta sérstök lög um ţetta og hitt sem leysa ćttu allan vanda oft afskaplegra afmarkađra ţröngra sérhagsmuna sem síđan kemur í ljós ađ kunni ađ rekast á heildarhagsmuni. Ég hef lagt ţađ til áđur og geri enn ađ eitt ţing frá hausti til vors, verđi tekiđ í sérstaklega til ţess ađ endurskođa lög landsins međ ţađ ađ markmiđi ađ samrćma og taka úr notkun lög sem eru úr sér gengin og ónauđsynleg og ef til vill bćta viđ nýjum međ skýrari ramma.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já nú skil ég ţess vegna eru til LÖGFRĆĐINGAR, jáááááá... auđvitađ.
Kjartan Pálmarsson, 22.9.2007 kl. 01:00
Já já viđ eigum ađ mig minnir nćstum heimsmet í lögmönnum per mann miđađ viđ höfđatölu.
kv.gmaria.
Guđrún María Óskarsdóttir., 22.9.2007 kl. 01:05
Ţađ líkast til rétt
Kjartan Pálmarsson, 22.9.2007 kl. 01:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.