Þarf frelsi fyrirtækja að verða helsi fólksins í landinu ?

Svar mitt er NEI, það þarf ekki að vera þannig. Hins vegar kann það ekki góðri lukku að stýra þegar hið opinbera gengur á undan sem fordæmi þess efnis að einungis skuli hagnaðaðurinn felast í hvað minnstum launakostnaði alveg sama hvernig þjónustan er. Hvoru tveggja tapast nauðsynleg virðing og verðmat á menntun og faglegum vinnubrögðum sem hið opinbera ætti að öllu jöfnu að ganga fram fyrir skjöldu í að virða, en þess í stað fer arður og verðmat í formi launa í pappírsumsýslu um peninga í voru þjóðfélagi í stað uppbyggingu hins mannlega þáttar í einu samfélagi. Verkalýðsfélög ganga ekki nauðsynlegra erinda launamanna í landinu sökum þess að þau hafa ekki séð sér hag í því að aftengja sig pólítiskum öflum enn sem komið er, líkt og félagsmenn í einhverju verkalýðsfélagi kjósi aðeins einn flokk til valda sem er fáránlegt. Verkalýðshreyfingin hefur því til skamms tíma verið eins konar stökkpallur hinna ýmsu leiðtoga inn á Alþingi þar sem viðkomandi hafa ekki andað í gagnrýni á hreyfinguna í heild sem hefur ekki þróast heldur staðið í stað hvað varðar varðstöðu um kjör fólks almennt.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband