Á Íslandi er töluð íslenska, það mál sem kennt er í grunnnámi þjóðarinnar sem kostað er til af fjárlögum íslenska ríkisins.

Að standa vörð um vort tungumál er verðugt verkefni nú um stundir ekki hvað síst þar sem heyrst hefur að fyrirtæki hafi hugsað sér að fara að viðhafa eigin starfssemi hér á landi á ensku. Hvort stjórna fyrirtækin landinu eða kjörið Alþingi, og hvað geta fyrirtæki gengið langt í vilja til hins eða þessa um þetta eða hitt án þess að svo sem andvarp heyrist frá meirihlutakjörinum ríkistjórnarmeirihluta þessa lands ? Ég hlýddi á Þórarinn Eldjárn í viðtali á Bylgjunni í gær og hafi hann þakkir fyrir sínar frambornu skoðanir á þessu, ég er innilega sammála honum í einu og öllu þar að lútandi. Verndun vorrar þjóðtungu er spurning um það að vera þjóð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, það er full ástæða til að vernda tunguna.  Til dæmis mætti byrja á því að laga þennan pistil svona:

Á Íslandi er töluð íslenska; málið sem kennt er í grunnnámi þjóðarinnar, sem greitt er af fjárlögum íslenska ríkisins.

Að standa vörð um tungumál vort er verðugt verkefni um þessar mundir, ekki síst þar sem heyrst hefur að fyrirtæki hafi hugsað sér að láta eigin starfsemi hér á landi fara fram á ensku. Hvort stjórna fyrirtækin landinu eða Alþingi?  Og hvað geta fyrirtæki gengið langt í vilja til hins eða þessa án þess að svo mikið sem sem andvarp heyrist frá meirihlutakjörinni ríkisstjórn þessa lands? Ég hlýddi á Þórarin Eldjárn í viðtali á Bylgjunni í gær.  Hafi hann þakkir fyrir skoðanir sínar á þessu; ég er innilega sammála honum í einu og öllu. Verndun vorrar þjóðtungu er spurning um að vera þjóð.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.9.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það má ætíð bæta vort mál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.9.2007 kl. 02:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir getagert kröfu um að starfsfólk sé fullfært í að tala enska tungu en það er of langt gengið að enskan verði opinbert tungumál fyrirtækisins.

Jóhann Elíasson, 20.9.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband