Ofbeldi gegn konum, er alheimsvandamál.

Það er mjög ánægjulegt til þess að vita að sérhæfð meðferð skuli til staðar  hér á landi, varðandi það atriði að aðstoða menn sem beita konur sínar andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þegar ég fór að kynna mér þessi mál hér einhvern tímann las ég það að ein kona væri laminn á 15 sekúndna fresti einhvers staðar í heiminum sem er hörmulegt. Heimilisofbeldi var fyrir nokkru skilgreint sem eitt helsta heilbrigðisvandamál þjóða heims hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Þolendur þessa ástands eru börn inni á heimilunum sem þar sem þau sem slíkt upplifa kunna hugsanlega síðar að verða gerendur í slíku. Þær ómældu þjáningar allra hlutaðeigandi jafnframt þess sem beitir slíku eru því óendanlegar. Feluleikur þessa efnis viðgengst hins vegar oft og mjög lengi þar sem konur mega þurfa að lifa við löskun til líkama og sálar um langan tíma, án þess að finna aðferðir til þess að brjóta sig út úr slíku ástandi. Því ber þess vegna að fagna að sérhæfð meðferðarúrræði séu til staðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband