Frjálslyndi flokkurinn hefur hamrað á breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í áratug.

Það hefur vægast sagt verið athyglisvert að fylgjast með í stjórnmálum frá því tillögur Hafrannsóknarstofnunar um niðurskurð í þorksveiðikvóta á næsta fiskveiðiári komu til sögu. ALLT Í EINU ÞÁ, gátu allir íslenskir stjórnmálaflokkar aðrir en Frjálslyndi flokkurinn ALLT Í EINU rætt fiskveiðistjórn sem þeir hinir sömu höfðu vart látið sig varða í áratug eða svo. Ákvarðanir í kjölfar tillagna Hafrannsóknar fyrir næsta fiskveiðiár um stórfelldan niðurskurð lutu ekki gagnrýni þeirra er settust í valdastólana þótt hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt hefði verið að fá fram skýringar HVERS VEGNA ráðgjöf sem farið hefur verið eftir í megindráttum frá hinni sömu stofnun í tuttugu ár, skilar nú einungis niðurskurði þorksstofnsins til veiða. Málamyndatilstand stjórnvalda til þess að takast á við þann vanda sem þetta skapar þjóðarbúinu til viðbótar hins innbyggða kerfisvanda sem fyrir hefur verið, er einungis eitt sjónarspilið af mörgu þar á bæ.  Einn þingmaður stjórnarflokkanna Árni Johnsen virðist nú hafa áttað sig á því að það vanti hrygg í fiskveiðiráðgjöfina, og kanski koma fleiri út úr skápnum fljótlega varðandi nákvæmlega hið sama.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VAKNIÐ! Skálkaskjóli einkavæðingarinnar var ekki fyrr búið að klambra saman en byrjað var að selja útlendingum hlut í orkufyrirtækjunum. Skorað er á alla ábyrga stjórnmálamenn að taka af skarið og almenning að mótmæla þessu ráðabruggi og svívirðu gegn íslenskri þjóð. Forráðamenn umræddra fyrirtækja á að láta svara til saka fyrir LÖGBROTIÐ. Ekki þarf forspáan til að sjá að sneitt er að rótum búsetu á Íslandi. Vekja þarf athygli á nöfnum þeirra pólitíkusa (kvislinga) sem styðja þessa lymskulega tilraun til ÞJÓFNAÐAR Á ÞJÓÐAREIGN. Látum þá vita að við sjáum til þess að þeir vermi ekki sæti á Alþingi til frambúðar! Fljótum ekki sofandi að feigðarósi og snúmst strax til varnar. Þetta varðar framtíð niðja okkar. Myndum þverpólitíska samstöðu fólksins í landinu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband