Frjálslyndi flokkurinn er hægra megin við miðju í íslenskri pólítik.

Þótt argaþras allra handa hafi einkennt Frjálslynda flokkinn frá upphafi þá breytir það því ekki að þar er fólk sem ekki getur sætt sig við þá öfgafrjálshyggju sem að hluta til má segja að hafi gengið til liðs við vinstri forsjárhyggju kommúnisma í aðferðafræði nútímans, þar sem markaðsfrelsið verður að helsi einokunar fárra í formi auðsöfnunar. Gamli Alþýðuflokkurinn sem að hluta til rann inn í Samfylkinguna hefur afsalað sér varðstöðu um jöfnuð í voru þjóðfélagi en gamla Alþýðubandalagið dagaði upp sem grænn flokkur fastur í allt að því einhliða áhorfi á andstöðu gegn vatnsafsvirkjunum og álverum ásamt einhvers konar femínisma skilgreiningu því til viðbótar. Framsóknarflokkurinn lenti utan stjórnar hafandi stjórnað með Sjálfstæðisflokki um árabil og goldið þar gagnrýni fyrir vikið. Uppstokkun í forystu Framsóknarflokksins hafa fært hann nær Frjálslynda flokknum í ýmsum áherslum að ég tel en Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú um stundir án efa enn fleiri óánægða félagsmenn innanborðs sem munu eiga valkost að fjórum árum liðnum þar sem Frjálslyndi flokkurinn er, varðandi hófsama hægri pólítik sem vill markaðsfrelsi í formi markaða sem skila fólkinu arði alls staðar á landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð færsla. Frjálslyndi flokkurinn hefur miklu hlutverki að gegna.

Sigurður Þórðarson, 18.9.2007 kl. 07:39

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála þessu.kv.

Georg Eiður Arnarson, 18.9.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Virkilega góð færsla. Vonandi verður eitthvað til skiptanna þá.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.9.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Skemmtileg færsla og sönn.

Ég mæli með því að fólk taki prófið sem er á http://thepoliticalcompass.org til þess að finna glóbal staðsetningu sína í pólítík, flestir innan raða Frjálslyndra eru í oddmjóum A-laga þríhirningi nær miðju, frjálshyggjumegin.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.9.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvita fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta átti það nú að vera

Ólafur Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Agný

Inlitskvitt...ég les oft hér þó ég sé ekki eins dugleg að kvitta.. Kveðja..

Agný, 19.9.2007 kl. 00:18

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já gaman að sjá ykkur öll.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband