Haustið er tími, tímaleysisins.

Sumur hér á landi eru þannig að bókstaflega allt leggst niður alveg sama hvaða starfssemi þar á í hlut, en síðan hleðst allt á hausttímann fram að jólum þegar hið sama á sér stað í desember. Fundir á fundi ofan um allt mögulegt hér og þar eru daglegt brauð. Ráðstefnur á ráðstefnur ofan hlaðast einnig á þennan tíma þar sem virðist ekki hvað síst nú orðið stílað inn á þann tíma er þing kemur saman og nýjir þingmenn alla jafna duglegir að sækja slikt fram og til baka á hendingi um allt. Því til viðbótar sitja flestir fastir í umferðahnútum innanbæjar og ferðalögin taka tímanna tvenna fram og til baka. Þurfti oní miðbæ í dag á fund hvað annað, og lenti í því að finna stæði með gamaldagsstöðumæli til að setja pening í sem ég og gerði. Enginn tími kom og ég las litla letrið sem birtist " out of order " . Einmitt en skemmtilegt , þurfti að vega og meta í tímaleysinu hvort ég ætti að taka þá áhættu að leggja þarna að viðlagðri stöðumælasekt og matið var að slíka áhættu yrði ég að taka þar og þá. Sem betur fer slapp ég við sekt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband