Það er lögbrot að tala um tóbak, hvað með ólögleg fíkniefni ?

Að öllum líkindum þarf hið háa Alþingi að takast á við það " smáverkefni " að fara að skoða lög um tóbak í ljósi þess að menn hafa orðið uppvísir að mæra fíkniefni í útgefnu rituðu máli en svo sérkennilegt eins og það er, er tóbak leyfileg söluvara , fíkniefni ekki. Ætla mætti eðli máls samkvæmt að fyrr hefði það verið leitt í lög að banna umræðu um ólöglega söluvöru áður en bann við umræðu um hina löglegu gengi í gildi. Á síðum internetsins hefur lengi verið að finna allra handa talsmenn til dæmis ágætis canabisneyslu , en enn sem komið er er lagasetning um netið lítil sem engin. Aðhald manna gagnvart umræðu af þessu tagi eru oft andvaraleysi sem aftur veldur því að umburðarlyndi verður til, sem er slæmt að mínu mati. Það atriði að menn fái að tala gegn lögbrotum á ekki að líðast.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég hef ekki notað dóp en notaði áfengi um tíma í sama tilgangi.Því er ég laungu hættur og er það vel. Viceroy hef ég hinsvegar nottað lengi og geri það en og fynnst það bara ljómandi gott. 

Hlynur Jón Michelsen, 17.9.2007 kl. 01:53

2 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún María,  þetta er nú bara létt grín hjá menntaskólaliði. Ég hef sjálfur aldrei haft áhuga á dópi.  En það er óþarfi að fara í baklás þó að unglingar séu i kaldhæðni að galsast með dópumræðu.  Þetta er ungt og leikur sér,  mín kæra. 

Jens Guð, 17.9.2007 kl. 02:47

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er einfaldlega óssammála því  Jens að hér sé um eitthvað grín að ræða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband